SVÖR VIÐ ALGENGUM SPURNINGUM

IceHest leggur ríka áherslu á að veita framúrskarandi persónulega þjónustu.
Þú getur alltaf leitað til okkar með því að senda okkur tölvupóst, skilaboð á Facebook eða hringt í síma 822-8440.

 1. Er ábyrgð á seldum vörum ef ég panta á netinu?
  Já, það er ábyrgð á öllum vörum sem IceHest selur skv. lögum um neytendakaup nr. 48/2003.
 2. Hvað kostar að fá vöru senda?
  Allar pantanir yfir 15.000 kr. eru sendar frítt heima að dyrum. Sendingarkostnaður að upphæð 890 kr. leggst á allar pantanir undir 15.000 kr.
 3. Hvenær fæ ég vörurnar?
  Allar pantanir sem berast á virkum dögum eru póstlagðar samdægurs. Í flestum tilvikum berast vörur daginn eftir að þær eru pantaðar.
  Sendingartími út á land er að jafnaði 1-3 dagar. Pantanir sem gerðar eru um helgar eru póstlagðar á mánudegi og ættu í flestum tilvikum að berast á þriðjudegi.
 4. Eru persónu- og kortaupplýsingar öruggar þegar ég versla á icehest.is?
  Já, þú getur treyst því. Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarupplýsingar og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.
  Greiðslusíða Kortaþjónustunnar tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana séu meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegar þriðja aðila.
 5. Eru allar vörur í vefverslun tilbúnar til afhendingar?
  Mikil áhersla er lögð á að birgðaupplýsingar séu réttar. Vara er tilbúin til afhendingar sé hún merkt “til á lager”.
  Ef vara verður uppseld á milli þess sem pöntun er lögð inn og hún afgreidd er haft samband við viðskiptavin.
 6. Get ég skilað vöru sem keypt er á icehest.is?
  Já, það er sjálfsagt mál að skila vörum. Hægt er að skila vöru innan 30 daga frá kaupum. Þú getur valið nýja vöru eða fengið andvirði hennar endurgreitt.
 7. Varan sem ég fékk er gölluð – hvað á ég að gera?
  Hafðu samband í síma 848-8440 eða sendu okkur póst á icehest@outlook.com.
 8. Senda icehest.is vörur út á land?
  Já, Pósturinn þjónustar allar sendingar og kemur þeim til skila hvert á land sem er.