Skila- og endurgreiðsluréttur
Ef varan sem þú kaupir hjá IceHest ehf uppfyllir ekki þínar væntingar 100% máttu skila vörunni innan 14 daga frá því að þú fékkst vöruna afhenda.
- Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á icehest@outlook.com ef þú vilt skila vöru.
- Ef varan er gölluð eða hefur skemmst í sendingu skal láta okkur vita með því að hafa samband við okkur á icehest@outlook.com.
- Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með þegar vöru er skilað eða tilvísun í reikningsnúmer.
- IceHest endurgreiðir ekki flutningskostnað þegar vöru er skilað nema ef varan er gölluð.
- Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vöruna til baka.
- Varan skal vera ónotuð, í upprunalegum pakkningum og allir miðar á vörunni.
- Við endurgreiðum með því að greiða til baka inn á greiðslukortið sem varan var keypt með eða inná bankareikning ef varan var staðgreidd.
- Ef um útsöluvöru er að ræða fæst sama upphæð endurgreidd eða ef skipta á vörunni fæst sú upphæð sem var greidd upp í aðra vöru.
Skilyrði fyrir skilarétti eru þau sömu og hér fyrir ofan.